
FH hefur tryggt sér afar efnilegan markvörð á lánssamningi frá Breiðabliki sem gildir út tímabilið.
Herdís Halla Guðbjartsdóttir er gríðarlega efnileg, þar sem hún er fædd árið 2007 og á 17 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.
Þetta er annað árið í röð sem Herdís fer til FH á láni, en hún fékk að spila þrjá leiki í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og stefnir á meiri leiktíma í ár.
Herdís skrifaði undir nýjan samning við Breiðablik á sama tíma og hún samþykkti að snúa aftur til FH á láni. Hún er núna samningsbundin Blikum út sumarið 2025.
Athugasemdir