mið 20. febrúar 2019 11:19
Magnús Már Einarsson
Valdimar Svavars tekur við af Jóni Rúnari
Valdimar Svavarsson.
Valdimar Svavarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Valdimar Svavarsson mun taka við sem formaður knattspyrnudeildar FH á aðalfundi deildarinnar í kvöld. Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Valdimar var sá eini sem bauð sig fram áður en frestur til þess rann út fyrir þremur dögum. Valdimar hefur verið varaformaður knattspyrnudeildar undanfarin ár.

Jón Rúnar Halldórsson er að hætta sem formaður eftir langan feril í formannsstólnum. Jón Rúnar var stjórnarmaður hjá FH áður en hann tók við sem formaður haustið 2005.

Guðmundur Árni Stefánsson var formaður knattspyrnudeildar á undan Jóni Rúnari en FH varð Íslandmeistari 2004 og 2005 þegar Guðmundur Árni var formaður.

Síðan Jón Rúnar tók við sem formaður hefur FH sex sinnum orðið Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari.
Athugasemdir
banner
banner