Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   sun 20. febrúar 2022 23:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea setti sig í fyrsta sætið: Oft spurð af hverju Þór/KA en ekki Valur eða Breiðablik
Andrea Mist í leik með Þór/KA sumarið 2019.
Andrea Mist í leik með Þór/KA sumarið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrea á meðal markaskorara í leik um daginn.
Andrea á meðal markaskorara í leik um daginn.
Mynd: Þór/KA
„Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að taka ákvörðun um að fara í Þór/KA. Mér finnst liðið líta mjög spennandi út, blanda af erlendum leikmönnum, reynslumiklum og reynslulitlum leikmönnum sem eru ungir og efnilegir. Ég tók mér langan tíma hvert ég vildi fara en einhvern veginn kallaði Þórshjartað, þó að þetta sé Þór/KA, á mig og ég vildi fara aðeins heim. Ég er mjög spennt og ánægð með þessa ákvörðun," sagði Andrea Mist Pálsdóttir, í viðtali við Fótbolta.net.

Andrea skrifaði undir samning við Þór/KA í síðasta mánuði og snýr heim eftir tveggja tímabili fjaveru, fyrra tímabilið var hún hjá FH og það seinna hjá Växjö í Svíþjóð.

„Fyrsti mánuðurinn hefur verið geggjaður, við höfum spilað nokkra leiki, skorað fullt af mörkum og þetta lítur bara mjög vel út. Ég bý í bænum þannig ég er ekkert að æfa með þeim alla daga vikunnar. Þetta er búið að vera æðislegt þó að ég hafi ekki þekkt flestar af þeim, þessar ungu, áður en ég kom. Þetta er búið að vera ljómandi."

Andrea segir að hún hafi rætt við Söndru Maríu Jessen áður en hún ákvað að fara í Þór/KA. Hún ræðir einnig um tímabilið í Svíþjóð.

Af hverju Þór/KA á þessum tímapuntki, af hverju ekki Valur eða Breiðablik?

„Þetta er spurning sem ég fæ mjög oft. Ég velti þessu alveg fyrir mér og margir hefðu sagt að það eina sem kæmi til greina væri Valur og Breiðablik, þau eru bæði með frábæra leikmannahópa."

„Ég kem heim frá Svíþjóð, ég myndi ekki segja að ég væri brotin en var með lítið sjálfstraust. Ég var búin að falla núna með þremur liðum og ákvað að setja mig sjálfa í fyrsta sætið, fara í þægindaramma: vera hjá mömmu og pabba og kærastanum á Akureyri. Svo heilluðu Jónsi og Perry mig bara með sinni leikfræði og þeirra markmiðum."

„Svo þegar ég fékk þessi bombu skilaboð frá Söndru um að hún væri að koma þá hugsaði ég að þetta liti vel út og ég ætlaði að fara í Þór/KA þar sem ég veit að mér líður vel af því að heima er alltaf best eins og allir segja. Ég ákvað að taka slaginn og er mjög spennt fyrir því,"
sagði Andrea.

Margrét Lára Viðarsdóttir hjálpaði Andreu í ákvörðunarferlinu og ræðir hún um hennar hjálp í spilaranum að ofan þar sem viðtalið í heild má nálgast.
Athugasemdir
banner
banner
banner