Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. febrúar 2022 21:10
Elvar Geir Magnússon
Ótrúleg atburðarás - Búin að skora þrjú sjálfsmörk og það er hálfleikur
Meikayla Moore á æfingu með Liverpool.
Meikayla Moore á æfingu með Liverpool.
Mynd: Getty Images
Það eru ótrúlegir hlutir að gerast í leik Bandaríkjanna og Nýja-Sjálands á SheBelieves Cup æfingamótinu. Nú er hálfleikur í leiknum og staðan er 3-0 bandaríska liðinu í vil.

Öll mörk leiksins hafa verið sjálfsmörk frá sama leikmanninum! Þessi ansi óheppni varnarmaður heitir Meikayla Moore og er 25 ára leikmaður Liverpool.

Leikurinn var aðeins fimm mínútna gamall þegar hún skoraði fyrsta sjálfsmarkið, bætti svo öðru við mínútu síðar og 36. mínútu var hún búin að tryggja sér sjálfsmarkaþrennu!

Spurning hvort hún bæti við fleiri sjálfsmörkum í seinni hálfleik?

Uppfært: Moore var tekin af velli í hálfleik.

Moore var í vörn Nýja-Sjálands þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Íslandi í fyrstu umferð mótsins. Ísland mætir Tékklandi í kvöld en leikurinn hefst 23:20 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner