Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   fös 20. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Asensio og Llorente keppa fyrir hönd Real og Atletico
Spænska deildakeppnin er í pásu vegna kórónaveirunnar en leikmenn deyja ekki ráðalausir og munu mætast í FIFA móti um helgina.

Öll lið efstu deildar taka þátt í mótinu og senda einn leikmann til að keppa fyrir hönd hvers félags.

Marcos Llorente, sem átti stóran þátt í að slá Liverpool úr Meistaradeildinni á Anfield, tekur þátt fyrir hönd Atletico Madrid.

Marco Asensio mun spila fyrir Real Madrid og Sergi Roberto fer fyrir hönd Barcelona. Adnan Januzaj, fyrrum kantmaður Manchester United, spilar fyrir Real Sociedad.

Liðin mætast í bikarkeppni sem fer fram með nokkuð hefðbundnum hætti. Sex lið mætast í umspili um sæti í 16-liða úrslitum.

Það vekur athygli að Alejandro Pozo, sem leikur fyrir Real Mallorca að láni, virðist ekki vera með í keppninni þrátt fyrir að hafa verið skráður upphaflega.




Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 12 10 1 1 26 10 +16 31
2 Barcelona 12 9 1 2 32 15 +17 28
3 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
4 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
5 Betis 12 5 5 2 19 13 +6 20
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 12 5 2 5 12 14 -2 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
11 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
12 Vallecano 12 4 3 5 12 14 -2 15
13 Celta 12 2 7 3 15 18 -3 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Mallorca 12 3 3 6 12 18 -6 12
16 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
17 Valencia 12 2 4 6 11 21 -10 10
18 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
19 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner