Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. mars 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carrizo og Banerjee létust í dag
Mynd: Getty Images
Tvær goðsagnir úr knattspyrnuheiminum létust í dag. Argentína missti hinn 93 ára gamla Amadeo Carrizo á meðan Indland missti hinn 83 ára Pradip Kumar Banerjee.

Carrizo er goðsögn hjá River Plate í heimalandinu þar sem hann lék í 23 ár eftir síðari heimsstyrjöldina. Hjá River spilaði hann meðal annars með Alfredo Di Stefano og vann deildina fimm sinnum.

Carrizo er meðal annars þekktur fyrir að vera meðal fyrstu markvarða heims til að nota markmannshanska.

P. K. Banerjee er ein helsta knattspyrnugoðsögn Indlands og skoraði 19 mörk í 36 landsleikjum frá 1955 til 1966.

Hann hefur hlotið mikið af viðurkenningum í gegnum tíðina og var kosinn besti leikmaður sem Indland hefur alið af sér.

Árið 2004 hlaut Banerjee heiðursorðu FIFA, sem er hæsta viðurkenning sem sambandið getur gefið einstaklingi.
Athugasemdir
banner
banner
banner