Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. mars 2021 21:14
Victor Pálsson
Ævar Ingi tekur sér pásu frá fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ævar Ingi Jóhannesson er búinn að leggja skóna á hilluna í bili og mun ekki leika með Stjörnunni í sumar.

Þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í dag eftir 4-2 sigur á Fylki í Lengjubikarnum.

Ævar Ingi er fæddur árið 1995 en hann kom til Stjörnunnar frá KA árið 2015 þar sem hann er uppalinn.

Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Ævars síðustu tímabil og lék hann aðeins einn leik í Pepsi-Max deildinni í fyrra.

Ævar náði 14 deildarleikjum árið 2018 en síðan þá hafa leikirnir verið aðeins 12 talsins.

Rúnar segir að Ævar ætli að taka sér pásu frá boltanum í bili en hann gæti þó snúið aftur á völlinn í framtíðinni.

„Hann er skráður í Stjörnunni en hann er bara hættur eins og staðan er núna. Hann ætlar að taka sér pásu frá fótbolta, hann er að vinna mikið og sinnir því vel," sagði Rúnar.

Alls hefur Ævar spilað 143 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 35 mörk.
Rúnar Páll: Fínt að fá mark fyrir hálfleik
Athugasemdir
banner
banner
banner