Ben Davies, varafyrirliði Wales, hefur dregið sig úr landsliðshópnum fyrir komandi leiki gegn Króatíu og Lettlandi í undankeppni EM.
Þessi varnarmaður Tottenham glímir við meiðsli og getur ekki tekið þátt í verkefninu. Hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla gegn Southampton á laugardag.
Þessi varnarmaður Tottenham glímir við meiðsli og getur ekki tekið þátt í verkefninu. Hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla gegn Southampton á laugardag.
Inn í hópinn kemur Morgan Fox, varnarmaður Stoke í ensku Championship deildinni. Tom King, markvörður Northampton í ensku D-deildinni, hefur einnig verið kallaður inn í hópinn.
Wales mætir Króatíu í Split á laugardag og þremur dögum síðar kemur Lettland í heimsókn til Cardiff.
Athugasemdir