Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. apríl 2021 13:45
Elvar Geir Magnússon
Henderson kallar saman fund - Rashford vitnar í Busby
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að leitað sé allra leiða til að koma í veg fyrir að áætlanir um stofnun Ofurdeildar verði að veruleika.

Nú hefur Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, boðað alla aðra fyrirliða ensku úrvalsdeildarinnar á fund þar sem rætt verður um Ofurdeildina. Á fundinum verða bæði fulltrúar Ofurdeildarfélaganna sex og einnig fulltrúar annarra liða.

Henderson er gríðarlega virtur meðal leikmanna deildarinnar og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann tekur á skarið fyrir hönd þeirra.

Daily Mail segir að leikmenn Manchester United hafi farið fram á neyðarfund með framkvæmdastjóranum Ed Woodward og sá fundur hafi farið fram í gær. Leikmennirnir eru ósáttir við að hafa heyrt af stofnun deildarinnar í fjölmiðlum og að Ole Gunnar Solskjær hafi verið sá fyrsti fyrir hönd félagsins sem þurfti að svara spurningum um deildina.

Marcus Rashford, lykilmaður United, er greinilega mótfallinn Ofurdeildinni en hann setti inn færslu á Twitter þar sem vitnað er í orð Sir Matt Busby, fyrrum stjóra United: „Fótbolti er ekkert án stuðningsmanna".




Athugasemdir
banner
banner
banner