banner
   mið 20. apríl 2022 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu mörkin í Garðabænum - „Þetta er sami leikur og alltaf"
Óskar Örn
Óskar Örn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson skoraði annað mark Stjörnunnar gegn ÍA í gær og var það nítjánda tímabilið í röð sem hann skorar mark í efstu deild á Íslandi.

Óskar átti skot fyrir utan teig eftir sendingu frá Ísaki Andra Sigurgeirssyni og fór boltinn framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki ÍA.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 ÍA

Óskar var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild með Stjörnunni en hann kom úr Vesturbænum í vetur.

Sjá einnig:
Nýir litir, sami Óskar - Alltaf skorað síðan Eggert Aron fæddist

Anton Freyr Jónsson ræddi við Óskar Örn eftir leikinn og spurði hann út í markið.

„Þetta er sami leikur og alltaf. Ég bara [hugsaði um að] skora og það tókst. En ég hefði viljað þrjú stigin," sagði Óskar.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan sem og viðtalið við Óskar.

Óskar Örn léttur: Ég er búinn að vera í eldgömlu liði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner