Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. apríl 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýir litir, sami Óskar - Alltaf skorað síðan Eggert Aron fæddist
Óskar Örn í leiknum í kvöld.
Óskar Örn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson er búinn að gera sitt fyrsta deildarmark fyrir Stjörnuna.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 ÍA

Óskar, sem er 37 ára gamall, tók ákvörðun að fara í Stjörnuna fyrir þessa leiktíð eftir að hafa spilað með KR nánast samfleytt frá árinu 2007.

Nýir litir, en sami Óskar. Það er svo sannarlega hægt að segja það.

Óskar var að koma Stjörnunni í 2-1 og er hann núna búinn að skora á hverju einasta tímabili í efstu deild karla - sem heitir núna Besta deildin - síðan árið 2004. Þá var hann 19 ára gamall.

Þess má geta að í byrjunarliði Stjörnunnar er leikmaður sem er fæddur árið 2004: Eggert Aron Guðmundsson.

Sjá einnig:
Þriggja ára þegar Óskar byrjaði að skora í efstu deild
Athugasemdir
banner
banner