Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   lau 20. apríl 2024 11:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fékk hrottaleg skilaboð eftir að Barcelona féll úr leik í Meistaradeildinni
Mynd: EPA

Joao Cancelo fékk hrottaleg skilaboð frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeildinni á dögunum.


Barcelona er úr leik eftir að hafa tapað gegn PSG í átta liða úrslitum. Spænska liðið var yfir í einvíginu þegar Ronald Araujo fékk að líta rauða spjaldið en PSG skoraði þá fjögur mörk og vann einvígið 6-4.

„Fólk segir allskonar hluti. Það voru athugasemdir á Instagram þar sem fólk óskaði dóttur minni dauða. Hún er ekki einu sinni fædd ennþá. Þau myndu ekki segja þetta við mig í eigin persónu, þau skrifa það sem þau vilja í athugasemdakerfinu," sagði Cancelo við ESPN.

„Að óska þess að barn mydi deyja er alvarlegt. Fólk hugsar ekki út í manneskjuna á bakvið fótboltamanninn sem þau sjá í sjónvarpinu. Við erum mennskir líka."


Athugasemdir
banner
banner
banner