Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. maí 2019 19:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Markalaust hjá Viðari - Flottur sigur Djurgården
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg hélt hreinu.
Guðbjörg hélt hreinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Hammarby þegar liðið gerði markalaust jafntefli við IFK Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni á þessum mánudegi.

Viðar Örn hefur farið vel af stað á þessu tímabili með Hammarby og var búinn að skora fjögur mörk í níu deildarleikjum fyrir leikinn í dag.

Hammarby er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Það er mikið jafnræði með toppliðunum og er Hammarby aðeins þremur stigum frá toppliði Malmö.

Kolbeinn Sigþórsson og Guðmundur Þórarinsson voru báðir frá vegna meiðsla í dag og misstu af leikjum hjá sínu liði.

Norrköping er komið upp í áttunda sæti eftir 2-0 sigur á Sundsvall án Guðmundar á meðan AIK, lið Kolbeins, er í þriðja sæti eftir 2-0 sigur á Falkenberg.

Íslendingaslagur í sænsku B-deildinni
Í sænsku B-deildinni var Íslendingalagur þar sem Brage fékk Syrianska í heimsókn.

Bjarni Mark Antonsson, sem lék með KA síðasta sumar, var í byrjunarliði Brage og Nói Snæhólm Ólafsson byrjaði hjá Syrianska. Hinn 24 ára Nói er uppalinn í KR en hann lék þar þangað til á yngsta ári í 2. flokki. Hann hefur spilað í Svíþjóð síðan.

Svo fór í dag að Brage hafði betur, 1-0. Sigurmarkið kom þegar klukkutími var liðinn af leiknum en Brage hafði áður klúðrað vítaspyrnu í leiknum.

Bjarni Mark spilaði allan leikinn fyrir Brage á meðan Nói var tekinn af velli þegar 64 mínútur voru liðnar.

Brage situr í þriðja sæti deildarinnar. Syrianska er á botni deildarinnar.

Íslendingalið Djurgården með góðan sigur
Íslendingalið Djurgården vann flottan sigur í úrvalsdeild kvenna í dag. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru allar í byrjunarliðinu og spiluðu allar 90 mínútur þegar Djurgården vann Vaxjö.

Olivia Schough kom Djurgården yfir eftir rúman hálftíma og bætti Mia Jalkerud við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0 fyrir Djurgården.

Þetta er annar sigur Djurgården í deildinni og er liðið núna komið með sex stig í áttunda sæti.

Glódís Perla Viggósdóttir lék þá allan leikinn fyrir Rosengård í marklausu jafntefli gegn Linköping. Anna Rakel Pétursdóttir lék allan leikinn fyrir Linköping.

Glódís Perla og stöllur hennar eru í öðru sæti, stigi á eftir toppliði Göteborg. Linköping er með jafnmörg stig og Rosengård.
Athugasemdir
banner
banner