fim 20. maí 2021 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frammistaða Helga ein sú slakasta sem Bjarni hefur séð
Helgi Ólafsson
Helgi Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Helga
Bjarni Helga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vítaspyrnudómurinn í leik Fylkis og Keflavíkur í gær hefur vakið mikla athygi. Natash Anasi, fyrirliði Keflavíkur, var dæmd brotleg fyrir nær engar sakir, ef einhverjar, þegar hún fór í návígi við Valgerði í teignum. Tiffany Sornpao, markvörður Keflavíkur, varði vítaspynu Bryndísar Örnu Níelsdóttur en Valgerður Ósk Valsdóttir fylgdi á eftir og skoraði.

„Valgerður fyrst á boltann sem Tiffany varði út í teiginn og skorar fyrsta mark Fylkis í sumar! Maður þarf að fá endursýningu á þessum vítaspyrnudómi en þetta leit út fyrir að vera ósanngjarn dómur úr blaðamannastúkunni. Kannski ekki sanngjarnt jöfnunarmark en nokkuð sanngjörn staða miðað við gang leiksins," skrifaði Alexandra Bía Sumarliðadóttir í textalýsingu frá leiknum.

Sjá einnig:
Sjáðu atvikið: Umdeildur vítaspyrnudómur í Árbæ

„Helgi var ekki sannfærandi í kvöld. Þó nokkrir furðulegir dómar og svo set ég spurningarmerki við vítaspyrnuna. Þarf að sjá þetta endursýnt áður en ég segi að sá dómur hafi verið rangur hjá honum," skrifaði Alexandra í skýrsluna eftir leik og gaf Helga 4 í dómaraeinkunn. Lokatölur leiksins urðu 1-1.

Algjört djók
„Fyrir mér horfði þetta bara sem algjört djók. Þannig það er best að segja sem minnst um það, eins og ég segi þá var þetta virkilega ódýr vítaspyrna en ég á vissulega eftir að skoða þetta aftur," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, um vítaspyrnudóminn í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Að verða of seinn í matarboð?
Bjarni Helgason fjallaði um leikinn fyrir Morgunblaðið.

„Um miðjan fyrri hálfleik­inn fengu Fylk­is­kon­ur gef­ins vítaspyrnu frá Helga Ólafs­syni, dóm­ara leiks­ins, en frammistaða dóm­ar­ans í kvöld var ein sú slak­asta sem und­ir­ritaður hef­ur séð á Íslandi." Skrifaði Bjarni eftir leik og hélt áfram.

„Það var eins og hann væri að drífa sig að klára leik­inn því hann væri að verða of seinn í mat­ar­boð, hann hafði það mik­inn áhuga á því að dæma leik­inn. Þá upp­lifði maður það þannig úr stúk­unni að það væri fyr­ir neðan hans virðingu að dæma kvennaleik. Ann­ars var lín­an í dóms­gæsl­unni eng­in og hann var veif­andi gul­um spjöld­um hér og þar. Svona frammistaða er ein­fald­lega óboðleg í efstu deild."

Hvaða Guffagrín er þetta?
Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflvíkingur og fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, tjáði sig um atvikið á Twitter í gærkvöldi.

„Ha?! Hvaða Guffagrín er í gangi hérna?!" skrifaði Jói.


Gunnar: Horfði við mér bara sem algjört djók
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner