Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. maí 2022 19:00
Victor Pálsson
24 vikna fangelsi fyrir að skalla Sharp
Mynd: EPA

Stuðningsmaðurinn sem skallaði Billy Sharp, leikmann Sheffield United, hefur verið dæmdur í 24 vikna fangelsi á Englandi.


Þetta kemur fram í enskum miðlum en stuðningsmaður Nottingham Forest réðst á Sharp eftir leik gegn Sheffield í umspili ensku Championship-deildarinnar á þriðjudag.

Forest tryggði sér sigur í umspilinu í vítaspyrnukeppni og eftir leikinn fóru margir stuðbningsmenn liðsins inn á völlinn.

Sharp stóð rólegur á hliðarlínunni er atvikið átti sér stað þegar maðurinn kom hlaupandi og réðst að honum með höfuðið fyrst. Forest hefur einnig bannað manninum að mæta á leiki liðsins til æviloka.

Sauma þurfti fjögur spor í vör Sharp eftir árásina en sem betur fer þá slasaðist hann ekki alvarlega.

Maðurinn mun nú sitja inni næstu 24 vikurnar og verður ekki gestur á leik Forest í framtíðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner