fim 20. júní 2019 20:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
HM kvenna: Síle fór illa að ráði sínu - Bandaríkin lagði Svíþjóð
Mynd: Getty Images
Francisca Lara brást bogalistin á ögurstundu
Francisca Lara brást bogalistin á ögurstundu
Mynd: Getty Images
Riðlakeppni HM kvenna í Frakklandi lauk í kvöld með tveimur leikjum í F-riðli keppninnar.

Bandaríkin mætti Svíþjóð í uppgjöri toppliða riðilsins og Síle þurfti að vinna Tæland með þremur mörkum til þess að komast í 16-liða úrslit.

Bandaríkin komst yfir með sneggsta marki mótsins til þessa þegar boltinn féll fyrir Lindsey Horan á þriðju mínútu leiksins. Bandaríska liðið lék glimrandi fótbolta í kvöld og átti þrettán marktilraunir í fyrri hálfleik.

Staðan var 0-1 í hálfleik en bandaríska liðið skoraði snemma í seinni hálfleik Tobin Heath var þar á ferðinni. Heath og Horan leika báðar með Portland Thorns í bandarísku NWSL deildinni.

Bandaríska liðið skoraði alls átján mörk í riðlakeppninni sem er met. Þrettán markanna komu gegn Tælandi.

Síle þurfti þriggja marka sigur

Síle komst í 2-0 gegn Tælandi með marki á 80. mínútu. Á 85. mínútu fékk Síle vítaspyrnu en Francisca Lara brást bogalistin og skammt eftir af leiknum. Tælenska liðið hafði fyrir leikinn í kvöld skorað eitt mark og fengið á sig átján á mótinu.

Síle herjaði að marki Tælendinga og átti alls 27 marktilraunir. Þriðja markið kom ekki og því situr Síle eftir sem fimmta besta liðið í þriðja sæti í keppninni. Nígería fer áfram sem fjórða besta liðið í keppninni.

Svíþjóð 0 - 2 Bandaríkin
0-1 Lindsey Horan ('3 )
0-2 Tobin Heath ('50 )

Tæland 0 - 2 Síle
0-1 Waraporn Boonsing ('48 , sjálfsmark)
0-2 Maria Urrutia ('80 )
0-2 Klúðruð vítaspyrna ('85)
Athugasemdir
banner
banner
banner