Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fim 20. júní 2019 22:00
Arnór Heiðar Benónýsson
Stefán: Við erum með flottan hóp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leiknismenn unnu góðan 1-2 útisigur á Haukum í kvöld sem kemur Leiknismönnum í 12 stig í 5. sæti Inkasso deildarinnar.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Leiknir R.

Stefán Gíslason þjálfari Leiknismanna var að vonum sáttur með sína menn eftir leikinn í kvöld.

„Ég er mjög sáttur, mikið hrós á strákanna. Við áttum mikið af færum og hefðum getað skorað meira. Þetta var bara ljúfur sigur.“

Leiknismenn eru núna í 5. sæti deildarinnar en þeir setja stefnunna hærra.

„Við viljum vera í efri hlutanum, við höfum fengið slæm úrslit í seinustu tveim leikjum. Við sýndum flottan karakter í dag og uppskárum eftir því.“

Það er eitthvað um meiðsli í herbúðum Leiknismanna, en Nacho Heras og Árni Elvar voru utan hóps í dag auk þess sem að Ingólfur Sigurðsson er að glíma við einhver smávægileg meiðsli.

„Þeir eru meiddir eitthvað lítilega en við erum með breiðan og góðan hóp. Það var mjög ungt lið sem spilaði í dag og það er gaman að sjá hvernig þeir leystu verkefnið hér í kvöld.“
Athugasemdir