Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 20. júní 2019 22:00
Arnór Heiðar Benónýsson
Stefán: Við erum með flottan hóp
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leiknismenn unnu góðan 1-2 útisigur á Haukum í kvöld sem kemur Leiknismönnum í 12 stig í 5. sæti Inkasso deildarinnar.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 Leiknir R.

Stefán Gíslason þjálfari Leiknismanna var að vonum sáttur með sína menn eftir leikinn í kvöld.

„Ég er mjög sáttur, mikið hrós á strákanna. Við áttum mikið af færum og hefðum getað skorað meira. Þetta var bara ljúfur sigur.“

Leiknismenn eru núna í 5. sæti deildarinnar en þeir setja stefnunna hærra.

„Við viljum vera í efri hlutanum, við höfum fengið slæm úrslit í seinustu tveim leikjum. Við sýndum flottan karakter í dag og uppskárum eftir því.“

Það er eitthvað um meiðsli í herbúðum Leiknismanna, en Nacho Heras og Árni Elvar voru utan hóps í dag auk þess sem að Ingólfur Sigurðsson er að glíma við einhver smávægileg meiðsli.

„Þeir eru meiddir eitthvað lítilega en við erum með breiðan og góðan hóp. Það var mjög ungt lið sem spilaði í dag og það er gaman að sjá hvernig þeir leystu verkefnið hér í kvöld.“
Athugasemdir
banner
banner