Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. júní 2021 21:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-deildin: Andlausir FH-ingar fengu skell í Kópavogi
Blikar léku á als odd gegn FH.
Blikar léku á als odd gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Árni skoraði síðasta mark Blika af vítapunktinum.
Árni skoraði síðasta mark Blika af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs virðist vera dottinn í gang.
Joey Gibbs virðist vera dottinn í gang.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik lék á als oddi gegn andlausum FH-ingum þegar liðin áttust við í stórleik umferðarinnar í Pepsi Max-deildinni.

Breiðablik spilaði vel í síðasta leik gegn Val en þeir töpuðu samt sem áður 3-1. Í kvöld nýttu Blikar færin sín mun betur en þeir gerðu á Hlíðarenda.

Fyrstu 15 mínútur leiksins voru rólegar en á 19. mínútu skoraði Kristinn Steindórsson fyrsta mark leiksins er hann kom Blikum 1-0 yfir með góðu skoti. Stuttu síðar varð staðan 2-0. „Davíð Ingvars með sturlaða skiptingu frá vinstri til hægri þar sem Jason Daði tekur frábærlega á móti boltanum og leikur framhjá Hirti Loga og kemst svo einn í gegn og Jason bara hamrar boltanum niðri í fjærhornið," skrifaði Arnar Laufdal Arnarsson í beinni textalýsingu.

Frábært mark hjá Jasoni en hann þurfti svo að fara af velli með sjúkrabíl.

Sjá einnig:
Jason að koma til - Sendir hlýja strauma á Kópavogsvöll

Breiðablik gerði þriðja mark sitt fyrir leikhlé og var þar að verki Viktor Karl Einarsson. Á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks skoraði Árni Vilhjálmsson úr vítaspyrnu eftir að Eggert Gunnþór Jónsson braut klaufalega af sér innan teigs.

Fleiri urðu mörkin ekki og sannfærandi sigur Breiðablik staðreynd. Það er farið að hitna verulega undir Loga Ólafssyni, þjálfara FH, eftir mjög slakt gengi að undanförnu. FH er núna í sjötta sæti með 11 stig eftir níu leiki. Breiðablik er komið aftur á sigurbraut og er í fjórða sæti með 16 stig.

Keflavík vann nýliðaslaginn
Suður með sjó mættust Keflavík og Leiknir Reykjavík í nýliðaslag. Þar skildi aðeins eitt mark á milli.

Joey Gibbs virðist vera dottinn í gang. Hann skoraði tvennu í síðasta leik gegn HK í síðustu viku og í kvöld skoraði hann sigurmarkið. „Hornspyrnarn góð og Gibbs þarf ekki annað en að rétt snerta boltann til að koma honum í markið. Fjórði leikurinn í röð sem hann skorar í!" skrifaði Sverrir Örn Einarsson þegar Gibbs skoraði.

Sævar Atli Magnússon, sem hefur verið frábær í Pepsi Max-deildinni til þessa fékk frábært færi til að jafna snemma í seinni hálfleik en hitti boltann ekki nægilega vel.

Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna en heimamenn gerðu vel og héldu hreinu annan leikinn í röð. Lokatölur 1-0 fyrir Keflavík sem er komið upp fyrir Leikni í áttunda sæti. Keflavík er búið að spila einum leik meira en Leiknir og er með einu stigi meira; níu og átta stig.

Keflavík 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Josep Arthur Gibbs ('6 )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik 4 - 0 FH
1-0 Kristinn Steindórsson ('19 )
2-0 Jason Daði Svanþórsson ('23 )
3-0 Viktor Karl Einarsson ('45 )
4-0 Árni Vilhjálmsson ('58 )
Lestu nánar um leikinn

Önnur úrslit í dag:
Pepsi Max-deildin: Þrjú víti fóru forgörðum í sigri Vals
Pepsi Max-deildin: Stjarnan á skriði og Fylkir kom til baka
Athugasemdir
banner
banner
banner