Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 15:08
Victor Pálsson
Svíþjóð: Hallbera spilaði í vandræðalegu tapi - Diljá komst á blað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera Gísladóttir og liðsfélagar í liði AIK fengu alvöru skell í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Lið AIK heimsótti Hacken í níundu umferð og þurfti að sætta sig við vandræðalegt 10-0 tap.

Diljá Ýr Zomers leikur með Hacken og skoraði hún tíunda mark liðsins í sigrinum eftir að hafa komið inná í seinni hálfleik.

Því miður fyrir Hallberu þá lék hún allan leikinn í þessari niðurlægingu en Hacken skoraði fimm í fyrri hálfleik og fimm í þeim seinni.

Hacken er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en AIK situr í því áttunda með níu. Ekkert lið hefur nú fengið eins mörg mörk á sig og AIK eða 28 talsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner