Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. júní 2021 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það er eins og öllum þarna inn á sé skítsama"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH, er ekki hrifinn af því sem hann hefur séð frá sínu gamla félagi í kvöld.

FH er að tapað 3-0 í hálfleik gegn Breiðablik í Pepsi Max-deildinni. Fimleikafélagið hefur átt virkilega dapran leik.

Hægt er að fara í beina textalýsingu frá leiknum með því að smella hérna.

Það hefur gengið illa hjá FH að undanförnu og þessi leikur í kvöld eykur bara svartsýnina, alla vega hingað til.

„FH-ingarnir þurfa að byrja á að sýna mér að þeim er ekki sama. Þau þurfa að sýna fólki sínu það og sýna hver öðrum. Mér finnst FH-liðið leiðtogalaust í dag, FH-liðið er gjörsamlega andlaust og það er eins öllum þarna inn á sé skítsama," sagði Atli Viðar ástríðufullur.

Það er ljóst að ef FH tapar þessum leik, að þá er orðið mjög heitt undir Loga Ólafssyni, þjálfara liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner