Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   fim 20. júní 2024 21:46
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var alveg til fyrirmyndar frá A-Ö. Hver einasti sem kom inná, byrjaði og allir sem einn og það sýndi sig út á vellinum, það var rosaleg stemming í liðinu og við syntum varnarskyldunum upp á 10 og það skóp þennan sigur." sagði Hermann Hreiðarsson sáttur eftir 0-3 útisigur á Aftureldingu fyrr í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 ÍBV

„Við vissum það að þeir eru góðir á boltanum, þeir eru gríðarlega sterkt lið, skemmtilegt lið og við yrðum að vera sterkir varnarlega og suffera svolítið án bolta en það var þolinmæðisvinna og við skorum gott mark í fyrri hálfleik þannig við þurftum ekki að bæta of miklu í og héldum áfram að sækja hratt á þá og fengum fullt af færum."

Jón Ingason spilaði 45.mínútur í kvöld og fór inn í hálfleikinn á gulu spjaldi og nefndi Hermann Hreiðarsson það að það væri útaf meiðslum í baki.

„Jonni er búin að vera eins og hetja fyrir okkur hérna. Hann var að drepast í bakinu og maður sá að það var hvaleyri í hverju skrefi þannig hann skilaði sínu, 45 mínútur og það var ekki hægt að leggja meira á kallinn og hann fórnaði sér í það allaveganna og tók öflugan þátt í því að leggja grunninn af þessum sigri."

Hvernig lýst Hermanni Hreiðarssyni á byrjunina á mótinu?

„Svipað og maður bjóst við. Það eru allir að reita stigum af hvoru öðrum en það er svona kannski einhver mynd að koma á þetta en við erum ánægðir. Tveir sterkir útisigrar, við eigum Grindavík næst og við höldum áfram á veginum."


Athugasemdir
banner
banner