West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fim 20. júní 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Southgate: Skil að fólk sé vonsvikið
Mynd: EPA
Gareth Southgate svaraði spurningum eftir 1-1 jafntefli Englands gegn Danmörku í 2. umferð Evrópumótsins, en Englendingar hafa fengið mikla gagnrýni í heimalandinu fyrir sína frammistöðu.

Það ríkti þokkalegt jafnræði með liðunum þar sem Harry Kane tók forystuna fyrir England áður en Morten Hjulmand jafnaði með flottu skoti utan teigs.

England lagði Serbíu að velli í fyrstu umferð en sigurinn var ósannfærandi þar sem Englendingar vörðust stóran hluta leiksins, en Serbarnir þóttu sjaldan líklegir til að skora.

„Við skiljum að fólk sé vonsvikið eftir fyrstu tvo leikina okkar. Við verðum að spila mikið betur en við höfum verið að gera," sagði Southgate við BBC að leikslokum.

„Við erum ekki nógu góðir á boltann, við erum ekki að spila eins vel og við getum. Við þurfum að spila á öðru gæðastigi."

Phil Foden komst næst því að gera sigurmark fyrir England í dag en skot hans endaði í stönginni.

„Það er mikil vinna framundan, við vonuðumst eftir betri byrjun en þetta. Við erum búnir að spila gegn erfiðum andstæðingum en við þurfum að gera betur í næsta leik. Það liggur ekki vafi á því."
EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
Athugasemdir
banner
banner