Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 20. júlí 2019 10:28
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Geggjuð þrenna Zlatan í nótt
Sænska goðsögnin Zlatan Ibrahimovic er enn í fullu fjöri með Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

Í nótt átti LA Galaxy nágrannaslag gegn Los Angeles FC og var Zlatan í aðalhlutverki.

Carlos Vela, fyrrum leikmaður Arsenal, gerði fyrsta mark leiksins en Zlatan svaraði fyrir sig með stórkostlegri þrennu sem er hægt að sjá hér fyrir neðan. Vela minnkaði muninn í uppbótartíma en það nægði ekki til.

Los Angeles FC trónir á toppi vesturhluta MLS deildarinnar og er LA Galaxy í öðru sæti, níu stigum eftirá.


Athugasemdir
banner