Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. júlí 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telur Arsenal geta náð fjórða sætinu - „Solskjær ekki nógu góður"
Úr æfingaleik Arsenal og Bayern München. Arsenal vann leikinn 2-1.
Úr æfingaleik Arsenal og Bayern München. Arsenal vann leikinn 2-1.
Mynd: Getty Images
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur aðeins bætt við sig einum leikmanni í sumar. Þó hefur Perry Groves, fyrrum leikmaður liðsins, trú á því að félagið geti endað í einu af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar á næsta tímabili.

Eini leikmaðurinn sem Arsenal hefur fengið er Gabriel Martinelli, ungur brasilískur strákur. Leikmenn á borð við William Saliba, Kieran Tierney, Dani Ceballos og Wilfried Zaha hafa verið orðaðir við Arsenal, en það gengur ekki nægilega vel að landa leikmönnum - ekki hingað til.

Einn leikmaður sem er væntanlega á förum frá Arsenal er fyrirliðinn Laurent Koscielny. Hann neitaði að fara með félaginu í æfingaferð.

Á síðasta tímabili endaði Arsenal í fimmta sæti og tapaði í úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Chelsea.

Arsenal er að fara inn í sitt þriðja tímabil í röð án Meistaradeildar og sitt annað tímabil með Unai Emery sem stjóra.

Samkeppnin er mikil um efstu fjögur sætin á Englandi, en Perry Groves, sem lék með Arsenal frá 1986 til 1992, hefur trú á sínu fyrrum félagi. Hann telur að Arsenal geti haft betur í baráttunni gegn Chelsea og Manchester United.

„Það er órói í kringum Manchester United - Ole Gunnar Solskjær verður ekki nægilega góður stjóri fyrir liðið," sagði Groves á Talksport. „Það er óvissa í kringum Chelsea; þeir geta ekki keypt neina leikmenn, Frank Lampard er stjóri liðsins og þeir eru með marga unga leikmenn að koma upp."

„Það verður mikil samkeppni um fjórða sætið og ég vil að við séum í stöðu til að keppa. Það sýnir hversu mikið við höfum dalað, að við séum að berjast um fjórða sætið, en við verðum að vera raunhæfir."

„Ef Arsenal kaupir unga leikmenn sem eru hungraðir og með rétta hugarfarið. Þá mun ég hugsa sem Arsenal stuðningsmaður að við séum á leið fram á við."
Athugasemdir
banner
banner
banner