Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. júlí 2021 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórir úr byrjunarliðinu á EM 2016 komnir í Pepsi Max-deildina
Andstæðingar í Pepsi Max-deildinni.
Andstæðingar í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var að fá félagaskipti yfir í uppeldisfélag sitt, Fylki.

Ragnar hefur verið einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í velgengninni síðustu árin. Núna er hann kominn heim, 15 árum eftir að hann spilaði síðast í efstu deild á Íslandi.

Á EM 2016 var byrjunarlið Íslands eins í öllum fimm leikjunum. Af þeim ellefu leikmenn sem byrjuðu þá leiki, þá eru fjórir komnir heim til Íslands; Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson.

Byrjunarlið Íslands á EM:
Hannes Þór Halldórsson (Valur)
Ari Freyr Skúlason (Norrköping)
Ragnar Sigurðsson (Fylkir)
Kári Árnason (Víkingur R.)
Birkir Már Sævarsson (Valur)
Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley)
Aron Einar Gunnarsson (Al Arabi)
Gylfi Þór Sigurðsson (Everton)
Birkir Bjarnason (Félagslaus)
Jón Daði Böðvarsson (Millwall)
Kolbeinn Sigþórsson (Gautaborg)
Athugasemdir
banner
banner
banner