Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júlí 2021 19:11
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Rúnar Már lagði upp í sigri Cluj
Rúnar Már lagði upp jöfnunarmark Cluj
Rúnar Már lagði upp jöfnunarmark Cluj
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson lagði upp fyrra mark rúmenska liðsins Cluj í 2-1 sigri á Lincoln Red Imps FC í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Þetta var fyrri viðureign liðanna en Cluj lenti marki undir þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum.

Rúnar Már lagði upp jöfnunarmark Cluj á 52. mínútu fyrir Gabriel Debeljuh.

Debeljuh gerði svo sigurmarkið aðeins sex mínútum síðar og Cluj með ágætis veganesti fyrir síðari leikinn.

Rúnar fór af velli undir lok leiksins en hann er búinn að stimpla sig vel inn í forkeppninni. Hann skoraði eitt af mörkum liðsins í síðustu umferð Meistaradeildarinnar.

Síðari leikurinn er 28. júlí en sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Slovan Bratislava eða Young Boys.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner