Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 20. ágúst 2024 20:19
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Mikilvægur sigur Völsungs
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Einherji 0 - 1 Völsungur
0-1 Sonja Björg Sigurðardóttir ('39 )

Völsungur lagði Einherja að velli, 1-0, er liðin áttust við í A-úrslitum 2. deildar kvenna á Vopnafirði í dag.

Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Einherji átti enn möguleika á að koma bakdyramegin inn í toppbaráttuna á meðan Völsungur þurfti sigur til að halda í við Hauka og KR.

Húsvíkingar gerðu út um vonir Einherja í leiknum í kvöld. Sonja Björg Sigurðardóttir skoraði sigurmark Völsungs á 39. mínútu og þar við sat.

Völsungur er áfram í 3. sæti með 32 stig, stigi á eftir Haukum og KR, en Einherji í 4. sæti með 24 stig. Útlit fyrir þriggja hesta baráttu um tvö laus sæti í Lengjudeildina.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner