Ýmir 1 - 1 Skallagrímur
1-0 Hörður Máni Ásmundsson ('2 )
1-1 Sölvi Snorrason ('59 )
1-0 Hörður Máni Ásmundsson ('2 )
1-1 Sölvi Snorrason ('59 )
Ýmir og Skallagrímur skildu jöfn, 1-1, í 4. deild karla er liðin áttust við í Kórnum í kvöld.
Hörður Máni Ásmundsson, fyrirliði Ýmis, kom heimamönnum í forystu á 2. mínútu leiksins en gestirnir frá Borgarnesi jöfnuðu snemma í síðari hálfleik er Sölvi Snorrason kom boltanum í netið.
Leiknum lauk með óvæntu 1-1 jafntefli. Ýmir missteig sig í harðri toppbaráttu og er nú með 30 stig í öðru sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Tindastóls þegar þrjár umferðir eru eftir á meðan Skallagrímur er í næst neðsta sæti með 14 stig.
Árborg fær nú gullið tækifæri til að komast upp fyrir Ými er liðið mætir KÁ á fimmtudag.
Athugasemdir



