Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 20. ágúst 2024 15:52
Elvar Geir Magnússon
Antony hreinsaður af sök
Brasilíska lögreglan hefur hætt rannsókn og hreinsað Antony, kantmann Manchester United, af sök um heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi kærustu sinni.

Gabriela Cavallin, fyrrum sambýliskona hans, sakaði Antony um að hafa skallað sig og kýlt á hótelherbergi í Manchester snemma á síðasta ári.

Antony neitaði sök og sýndi fullan samstarfsvilja við rannsókn. Lögreglan segir sönnunargögn ófullnægjandi í málinu og það hefur verið látið niður falla.

Antony var settur tímabundið til hliðar hjá Manchester United eftir að ásakanirnar komu fyrst fram en það stóð aðeins í nokkrar vikur.

Gabriela Cavallin er plötusnúður og áhrifavaldur frá Brasilíu.


Athugasemdir
banner
banner