
Emelía Óskarsdóttir spilar ekki meira á þessu ári eftir að hafa slitið krossbandi. Hún var ekki í leikmannahópi liðsin í fyrstu tveimur umferðum dönsku deildarinnar og greindi félagið frá meiðslum hennar á heimasíðu sinni í gær.
Vísir vakti athygli á tíðindunum í dag.
Sagt er að Emelía hafi meiðst á æfingu fyrir nokkrum vikum síðan og í kjölfarið hafi komið í ljós að um slitið krossband væri að ræða og þarf Emelía að fara í aðgerð vegna meiðslanna.
Vísir vakti athygli á tíðindunum í dag.
Sagt er að Emelía hafi meiðst á æfingu fyrir nokkrum vikum síðan og í kjölfarið hafi komið í ljós að um slitið krossband væri að ræða og þarf Emelía að fara í aðgerð vegna meiðslanna.
Emelía er unglingalandsliðskona sem gekk í raðir Köge í desember í fyrra eftir að hafa verið hjá Kristianstad þar á undan. Hún hefur leikið 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað þrettán mörk.
Hún er átján ára og kom við sögu í sjö leikjum í deildinni og skoraði eitt mark.
Athugasemdir