Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   þri 20. ágúst 2024 21:59
Brynjar Ingi Erluson
Newcastle horfir til Disasi og Tapsoba
Newcastle United er búið að setja um varaáætlun ef félagið nær ekki samkomulagi við Crystal Palace um enska miðvörðinn Marc Guehi. Þetta segir David Ornstein í kvöld.

Enska félagið hefur átt í löngum viðræðum við Palace um Guehi, en þau félagaskipti eru talin afar ólíkleg í ljósi þess að danski miðvörðurinn Joachim Andersen er á förum frá Palace og á leið í Fulham.

Palace hafnaði fjórða tilboði Newcastle í Guehi á dögunum og er síðarnefnda liðið nú farið að skoða aðra kosti í stöðuna.

Samkvæmt Ornstein eru þeir Axel Disasi, leikmaður Chelsea, og Edmond Tapsoba, leikmaður Bayer Leverkusen, efstir á listanum á eftir Guehi.

Newcastle er byrjað að ræða við Leverkusen vegna Tapsoba og þá hefur félagið tjáð Chelsea um áhuga á að fá Disasi.

Disasi var fastamaður í vörn Chelsea á síðustu leiktíð en var ekki í hópnum í fyrsta deildarleik tímabilsins gegn Manchester City um helgina.

Tapsoba var lykilmaður í vörn Leverkusen sem vann bæði deild- og bikar í Þýskalandi á síðustu leiktíð.
Athugasemdir