Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 20. september 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Delph með skelfileg mistök í tapi Man City
Mynd: Getty Images
Fabian Delph átti ekki sinn besta dag í vinstri bakverði hjá Manchester City þegar liðið tapaði gegn Lyon á heimavelli í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Fyrsta mark Lyon kom eftir skelfileg mistök hjá Delph.

Smelltu hér til að sjá markið.

Delph er að upplagi miðjumaður en hann hefur verið að leysa vinstri bakvarðarstöðuna hjá City þegar Benjamin Mendy er fjarverandi. Delph spilaði mjög vel á síðustu leiktíð en þetta var ekki kvöldið hans.

Eftir mistökin hjá Delph bætti Nabil Fekir, sem var sterklega orðaður við Liverpool í sumar, við marki fyrir Lyon, á 43. mínútu og staða Lyon mjög góð. Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir City um miðjan seinni hálfleik en lengra komst City-liðið ekki. Lokatölur 2-1.

Sjá einnig:
Man City fyrsta enska liðið sem tapar fjórum leikjum í röð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner