Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 20. september 2019 11:01
Elvar Geir Magnússon
Bikarúrslitaleikur hjá Heimi og Brynjari annað kvöld - Verður uppselt
Brynjar er lengst til hægri á myndinni.
Brynjar er lengst til hægri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld fer fram bikaúrslitaleikurinn í Færeyjum en ljóst er að það verður uppselt á leikinn. Leikið verður á Þórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyja, en það eru framkvæmdir við aðra stúkuna og völlurinn tekur nú 3.500 manns.

Heimir Guðjónsson stýrði HB í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð en í fyrra tapaðist úrslitaleikurinn á dramatískan hátt gegn B36. Mótherjinn að þessu sinni er Víkingur frá Götu.

Með HB leikur Brynjar Hlöðversson, fyrrum leikmaður Leiknis, en hann og Heimir eru á sínu öðru ári hjá félaginu.

„Ég reikna með hörku­leik tveggja jafnra liða. Við höf­um mætt Vík­ingi þris­var sinn­um á tíma­bil­inu og höf­um unnið tvisvar og tapað einu sinni. Allt voru það hörku­leik­ir," segir Heimir í viðtali við mbl.is.

Undir stjórn Heimis varð HB Færeyjameistari í fyrra. Liðið er enn í baráttunni um þann titil í ár en vonin er þó veik.

Samningur Heimis við HB rennur út eftir tímabilið. Hann hefur sagst vera í viðræðum um nýjan samning en þá er hann sterklega orðaður við heimkomu til Íslands. Hann hefur meðal annars verið orðaður við Val og Breiðablik.
Athugasemdir
banner
banner