Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 23:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heppnaðist loksins í fjórðu tilraun FH - „Hittum markþjálfara sem tók okkur í gegn"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH tryggði sér í kvöld sæti í Pepsi Max-deild kvenna. FH sigraði Aftureldingu, 0-1, á útivelli í lokaumferð deildarinnar.

FH liðið hafði fyrir leikinn í kvöld fengið þrjá leiki til að tryggja sig í að minnsta kosti öðru sæti deildarinnar en hafði mistekist að sigra í leikjunum þremur. Fyrir þessar síðustu umferðir hafði liðið einungis tapað sjö stigum á leiktíðinni.

Þau Erna Guðrún Magnúsdóttir, fyrirliði, Margrét Sif Magnúsdóttir, markaskorari og Árni Freyr Guðnason, aðstoðarþjálfari, voru spurð út í undanfarnar vikur eftir sigurinn í kvöld.

„Við hikstuðum aðeins undir lokin og gerðum þetta óþægilega spennandi fyrir deildina," sagði Árni snemma í viðtalinu í kvöld en nánar átti eftir að koma inn á þetta síðar.

„Ég held að það sitji í liðinu árið í fyrra, liðið féll. Þessi hópur er að mestu leyti sá sami og í fyrra. Við fengum hjálp frá frábærum aðilum í vikunni sem komu og töluðu við hópinn. Einnig leituðum við inn í félagið þar sem við höfum mikla þekkingu á því að vinna og hvernig við ættum að gera þetta og það heldur betur skilaði sér í dag," sagði Árni.

Fyrirliðinn sagði svo frekar frá því hverjir það voru sem aðstoðuðu hópinn.

„Undanfarnar vikur hafa verið smá strembnar, það kom smá stress í mann. Ég vil meina að við séum bara smá spennufíklar, elskum spennuna. Þetta var fjórði leikurinn til að klára dæmið. Ég veit ekki alveg hvað var í gangi með okkur en við tókum þetta í kvöld."

„Við hittum markþjálfara og hann tók okkur í gegn. Þetta var bara stress í okkur því við vissum alltaf að einn sigur dyggði til að komast upp. Hann tók stressið úr okkur og við ákváðum líka að hafa vikuna þægilega, skemmtilega og reyna að koma í veg fyrir stressið. Það hjálpaði,"
sagði Erna.

Þá var markaskorari kvöldsins, Margrét, á því að liðið hefði átt að vera búið að klára verkefnið fyrr.

„Tilfinningin er mjög góð en hefði mátt vera betri og við hefðum mátt gera þetta fyrr," sagði Margrét spurð út í tilfinninguna eftir leik.

„Þetta hefur tekið á en við vildum bara gera þetta spennandi. Ég hefði samt viljað vinna deildina."

Viðtölin í heild sinni má sjá hér að neðan.
Erna Guðrún: Það er djamm í kvöld og svo sjáum við til hvað gerist
Margrét Sif: Tilfinningin góð en hefði mátt vera betri
Árni Freyr: Sætt að klára þetta í lokaleiknum fyrir framan fullt af FH-ingum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner