Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 20. september 2019 22:16
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Það vilja allar vera áfram
Kvenaboltinn
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært. Við erum búin að bíða eftir þessu í nokkrar vikur. Stóra atriðið í dag er samt að frammistaða stelpnanna var eins og sönnum meisturum sæmir,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 9-0 stórsigur á Grindavík í lokaleik Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Aðspurður um upplegg dagsins svaraði Nik:

„Ég sagði þeim bara að slaka á og njóta þess að spila. Og reyndar líka að láta mig ekki öskra of mikið á þær,“ bætti Nik við kíminn.

„Þetta var erfið deild. Þetta var þriðja árið mitt í henni og hún er alltaf að styrkjast. En ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér við bara vera skrefi framar en önnur lið í ár. En þetta ár var þetta ár og það næsta verður allt öðruvísi,“ sagði Nik um deildina í sumar.

Þjálfarinn framlengdi samning sinn við Þrótt fyrir nokkrum vikum og ljóst að hann stýrir liðinu áfram. Hann er bjartsýnn á að halda öllum leikmönnum áfram. Einnig þeim Lauren Wade og Oliviu Bergau, en þær halda þó heim eftir tímabilið til að hitta fjölskyldur sínar og skoða sín mál í rólegheitum.

Nik bætti svo við að hann vonaðist til að karlalið Þróttar næði góðum úrslitum á morgun svo allir Þróttarar gætu fagnað vel saman á lokahófi félagsins annað kvöld.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner