Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   fös 20. september 2019 22:16
Mist Rúnarsdóttir
Nik: Það vilja allar vera áfram
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Nik stýrir Þrótti í Pepsi Max næsta sumar og býst við að halda öllum leikmönnum áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábært. Við erum búin að bíða eftir þessu í nokkrar vikur. Stóra atriðið í dag er samt að frammistaða stelpnanna var eins og sönnum meisturum sæmir,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir 9-0 stórsigur á Grindavík í lokaleik Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 9 -  0 Grindavík

Aðspurður um upplegg dagsins svaraði Nik:

„Ég sagði þeim bara að slaka á og njóta þess að spila. Og reyndar líka að láta mig ekki öskra of mikið á þær,“ bætti Nik við kíminn.

„Þetta var erfið deild. Þetta var þriðja árið mitt í henni og hún er alltaf að styrkjast. En ef ég á að vera hreinskilinn þá fannst mér við bara vera skrefi framar en önnur lið í ár. En þetta ár var þetta ár og það næsta verður allt öðruvísi,“ sagði Nik um deildina í sumar.

Þjálfarinn framlengdi samning sinn við Þrótt fyrir nokkrum vikum og ljóst að hann stýrir liðinu áfram. Hann er bjartsýnn á að halda öllum leikmönnum áfram. Einnig þeim Lauren Wade og Oliviu Bergau, en þær halda þó heim eftir tímabilið til að hitta fjölskyldur sínar og skoða sín mál í rólegheitum.

Nik bætti svo við að hann vonaðist til að karlalið Þróttar næði góðum úrslitum á morgun svo allir Þróttarar gætu fagnað vel saman á lokahófi félagsins annað kvöld.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Nik í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner