Saliba til Real, Costa til City, Chilwell til Man Utd, Ramsey eftirsóttur og Van Dijk fær nýjan samning
banner
   fös 20. september 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca: Mudryk þarf að vinna sér inn sæti í liðinu
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca stjóri Chelsea hefur tjáð sig um úkraínska kantmanninn Mykhailo Mudryk sem hefur átt erfitt uppdráttar frá komu sinni til Chelsea.

Hinn 23 ára gamli Mudryk á eftir að skora eða leggja upp á tímabilinu þrátt fyrir að hafa byrjað báða leiki Chelsea í forkeppni Sambandsdeildarinnar gegn Servette, auk þess að hafa spilað fyrri hálfleikinn í 6-2 sigri gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni.

Enskir fjölmiðlar hafa rætt og ritað um málið og sagði Daily Express í dag að Mudryk myndi ólmur vilja komast burt frá Chelsea í janúar ef hann fær ekki spiltíma í haust. Þá eru aðrir fjölmiðlar sem segja að Maresca hafi búist við að Mudryk væri gæðameiri leikmaður en raun ber vitni.

„Eina leiðin fyrir leikmenn til að komast inn í liðið er að standa sig vel á æfingum og standa sig svo vel í leikjum," sagði Maresca á fréttamannafundi fyrir leik helgarinnar gegn West Ham United í enska boltanum.

„Við reynum að bæta leikmenn á hverjum degi og mæta sumir þeirra á aukaæfingar. Micha er einn af þeim. Þessa dagana er hann ekki að spila mikið en það þýðir ekki að hann muni ekki spila í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner