Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
   fös 20. september 2024 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Freyr í Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Markvörðurinn Viktor Freyr Sigurðsson er genginn í raðir Fram. Hann er búinn að semja við félagið eftir að hafa spilað allan sinn feril með Leikni Reykjavík eða venslafélaginu KB.

Viktor skrifar undir tveggja ára samning í Úlfarsárdal. Hann er fæddur árið 2000 og á að baki 115 leiki í meistaraflokki.

Viktor tók við sem aðalmarkvörður Leiknis árið 2022 og varði mark liðsins í Bestu deildinni það tímabilið. Hann hefur svo verið aðalmarkvörður liðsins síðustu tvö tímabilin í Lengjudeildinni. Viktor lék 21 leik í Lengjudeildinni í sumar, hélt þrisvar sinnum hreinu og fékk á sig 33 mörk.

„Við bindum miklar vonir við framgang Viktors í Fram undir handleiðslu okkar öfluga þjálfarateymis, og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í dal draumana!" segir í tilkynningu Fram,

Samningur Viktors við Leikni rennur út í lok árs og gat hann því samið við Fram um að ganga í raðir félagsins fyrir næsta tímabil. Hann fær ekki leikheimild með Fram fyrr en eftir þetta tímabil.

Stefán Þór Hannesson, varamarkvörður Fram, verður samningslaus eftir tímabilið en aðalmarkvörður Fram, Ólafur Íshólm Ólafsson, samdi síðasta vetur út tímabilið 2025.

Athugasemdir
banner