Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   þri 20. október 2020 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Reading byrjar tímabilið frábærlega
Það var ekki bara leikið í Meistaradeildinni í kvöld, það fóru einnig fram nokkrir leikir í Championship-deildinni á Englanid.

Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Milwall sem vann 2-0 heimasigur gegn Luton. Milwall er í fjórða sæti með 11 stig eftir sex leiki.

Reading fer gríðarlega vel af stað og í kvöld vann liðið sigur á Wycombe Wanderers, 1-0. Reading er á toppi deildarinnar með 16 stig. Adebayo Akinfenwa kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik hjá Wycombe en náði ekki að hjálpa sínum mönnum að ná í stig.

Wycombe er án stiga í næst neðsta sæti, en það gengur hvorki né rekur heldur hjá Derby County sem er aðeins með þrjú stig eftir fimm leiki. Liðið var án Wayne Rooney gegn Huddersfield í kvöld, en hann er í sóttkví. Huddersfield vann 1-0.

Bristol City 0 - 1 Middlesbrough
0-1 George Saville ('73 )

Coventry 1 - 1 Swansea
1-0 Jordan Shipley ('19 )
1-1 Andre Ayew ('41 )

Millwall 2 - 0 Luton
0-1 Martin Cranie ('45 , sjálfsmark)
1-1 Connor Mahoney ('79 )

Norwich 1 - 0 Birmingham
1-0 Mario Vrancic ('87 )
Rautt spjald: Adam Clayton, Birmingham ('86)

Nott. Forest 1 - 1 Rotherham
0-1 Daniel Barlaser ('51 , víti)
1-1 Sammy Ameobi ('79 )

Reading 1 - 0 Wycombe Wanderers
1-0 Lucas Joao ('63 )

Huddersfield 1 - 0 Derby County
1-0 Juninho Bacuna ('53 )
Athugasemdir
banner