Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 20. október 2020 13:48
Elvar Geir Magnússon
Pirlo stýrir gegn manninum sem gaf honum fyrsta tækifærið
Ítalíumeistarar Juventus heimsækja Dynamo Kiev í Meistaradeildinni í dag en leikurinn hefst klukkan 16:55.

Andrea Pirlo stýrir Juventus í sínum fyrsta Meistaradeildarleik á stjóraferlinum.

Það er skemmtileg tilviljun að maðurinn sem stýrir mótherjunum gaf Pirlo hans fyrsta tækifæri í ítölsku A-deildinni sem leikmaður. Pirlo var þá sextán ára og kom inn fyrir Brescia.

Mircea Lucescu, 75 ára Rúmeni, stýrir Dynamo Kiev og segist muna eftir Pirlo sem ótrúlegum og þroskuðum ungum leikmanni.

Pirlo lék 47 aðalliðsleiki hjá Brescia á árunum 1995 - 1998.
Athugasemdir
banner
banner