fös 20. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Brynjar Skúla áfram með Leikni F. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Skúlason verður áfram þjálfari Leiknis frá Fáskrúðsfirði en hann hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.

Brynjar hefur þjálfað Leikni undanfarin tvö ár en hann gerði áður góða hluti með Huginn frá Seyðisfirði.

Leiknir féll úr Lengjudeildinni í sumar á markatölu.

„Stefnan er að sjálfsögðu sett á að endurheimta sætið í Lengjudeildinni sem tapaðist með jafn hörmulegum hætti og raun ber vitni," segir á heimasíðu Leiknis.

„Það þarf ekki að tyggja það ofan í Leiknisfólk eða knattspyrnuáhugamenn almennt að þetta eru góð tíðindi, enda Brynjar frábær þjálfari."

„Fréttir af samningum við leikmenn eru handan við hornið og gott útlit með að við höldum flestum af „heimastrákunum". Við óskum Brynjari og Leiknisfólki innilega til hamingju með framlenginuna á samstarfin."

Athugasemdir
banner
banner
banner