Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 20. nóvember 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
„Guardiola ákaflega ánægður hjá Man City"
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á fréttamannafundi í dag spurður út í nýjan samning Pep Guardiola við Manchester City. Arteta var aðstoðarmaður Guardiola hjá City áður en hann tók við Arsenal.

„Ég er virkilega ánægður fyrir hans hönd," segir Arteta.

„Hann hefur aldrei verið svona lengi hjá fótboltafélagi. Sú staðreynd að hann sé að framlengja þýðir að hann sé ákaflega ánægður þarna."

„Honum finnst hann metinn að verðleikum, hann nær góðri tengingu við leikmenn, stuðningsmenn og eigendur. Ég þekki hann og hans metnað og keppnisskap vel. Hann vill vinna allar keppnir á hverju ári."

„Auðvitað er Evrópa risastórt mál. Hann vill ná liðinu nær sigri í Meistaradeildinni. Það er eitt af þeim afrekum sem hann vill ná."
Athugasemdir
banner