Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   mán 20. nóvember 2023 20:39
Brynjar Ingi Erluson
LA Galaxy reynir við Lozano
Mynd: EPA
Bandaríska félagið Los Angeles Galaxy hefur mikinn áhuga á að fá mexíkóska landsliðsmanninn Hirving Lozano frá PSV Eindhoven, en það er Fabrizio Romano sem greinir frá.

Lozano gekk aftur í raðir PSV frá Napoli í sumar og skrifaði þá undir fimm ára samning.

Galaxy reyndi að fá Lozano í sumar en hann valdi það frekar að snúa aftur til Hollands.

Bandaríska félagið reynir eins og það getur að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil.

Galaxy hefur ekki komist í úrslitakeppni MLS-deildarinnar síðan 2019 og vantar sárlega framherja eftir að Javier Hernandez yfirgaf félagið eftir þessa leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner