Bandaríska félagið Los Angeles Galaxy hefur mikinn áhuga á að fá mexíkóska landsliðsmanninn Hirving Lozano frá PSV Eindhoven, en það er Fabrizio Romano sem greinir frá.
Lozano gekk aftur í raðir PSV frá Napoli í sumar og skrifaði þá undir fimm ára samning.
Galaxy reyndi að fá Lozano í sumar en hann valdi það frekar að snúa aftur til Hollands.
Bandaríska félagið reynir eins og það getur að styrkja hópinn fyrir næsta tímabil.
Galaxy hefur ekki komist í úrslitakeppni MLS-deildarinnar síðan 2019 og vantar sárlega framherja eftir að Javier Hernandez yfirgaf félagið eftir þessa leiktíð.
???????????? EXCL: LA Galaxy are still keen on signing Hirving Lozano as part of their plans for 2024.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2023
Lozano was already in talks with LA Galaxy last summer but he decided to return to PSV Eindhoven…
…but MLS option remains open for his future. Galaxy, still there. ???????? pic.twitter.com/24EgG6u2xu
Athugasemdir