Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. desember 2021 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eiður Smári orðaður við Val - „Eiður og Valur eru eins og egg og beikon"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er oftast kallaður, mun taka við sænska liðinu um áramótin.

Túfa var aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá Val tímabilin 2020 og 2021. Þar með er sú staða laus en Elvar Geir Magnússon sagði frá því í Útvarpsþætti Fótbolta.net um helgina að Eiður Smári Guðjohnsen sem var látinn fara frá landsliðinu
sé í viðræðum við Val.

„Sagan segir að Eiður Smári Guðjohnsen hafi verið á fundi hjá Berki í gær, Eiður Smári er á blaði hjá Valsmönnum. Kemur kannski ekki á óvart þegar Eiður er laus og er fyrrum leikmaður Valsara,"sagði Elvar.

„Það kemur bara nákvæmlega ekki neitt á óvart og ég einmitt hélt að þeir myndu reyna að klóra hann kannski frá landsliðinu mögulega í stað Heimis þegar það var allavega verið að reyna skrifa Heimi frá Val þó að Börkur virtist vera nokkuð viss á því að reka alla leikmennina frekar en Heimi. Um leið og Túfa fór þá var það fyrsta sem ég sagði að nú verður fyrsta símtalið til Eiðs, hvernig sem það svo verður. Erfitt að vera með hann sem aðstoðarþjálfara í þeim skilningi orðsins en risastór prófíll, er þetta ekki að fara gerast?" sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Jú, ég held það. Ég er sammála þér að þegar Túfa var á leið til Svíþjóðar, hverjir eru þá lausir, Já, Eiður! Það er bara fínt," sagði Benedikt Bóas Hinriksson.

„FH-ingar töluðu fallega um hann. Að hafa Eið í félaginu sem hann sló í gegn með, pakkaði Steina Halldórs saman í frægri Youtube klippu, eitthvað 15 ára gamall. Eiður og Valur eru eins og egg og beikon."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner