Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. janúar 2020 11:41
Hafliði Breiðfjörð
Jói Berg gæti verið með gegn Man Utd á morgun
Jóhann Berg verður kannski með gegn Man Utd á morgun.
Jóhann Berg verður kannski með gegn Man Utd á morgun.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche knattspyrnustjóri Burnley segir að Jóhann Berg Guðmundsson gæti verið með liðinu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Dyche hélt fréttamannafund í dag fyrir leikinn og var þar spurður út í Jóhann Berg sem hefur verið frá keppni vegna meiðsla á læri.

Jóhann Berg þurfti að fara meiddur af velli í hálfleik í bikarleik gegn Peterborough 4. janúar síðastliðinn.

Jóhann hefur aðeins spilað sjö leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner