Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. janúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lyon fær Karl Toko Ekambi frá Villarreal (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Lyon er búið að tryggja sér þjónustu kamerúnska sóknarmannsins Karl Toko Ekambi að láni frá Villarreal út leiktíðina.

Lyon er að styrkja sóknarlínuna eftir að Memphis Depay meiddist illa í desember. Franska félagið er talið greiða 4 milljónir evra fyrir lánið og hefur möguleika á að ganga frá kaupum á sóknarmanninum fyrir 11 milljónir í viðbót næsta sumar.

Ekambi er þekktur fyrir að vera markaskorari og gerði 24 mörk í 62 leikjum hjá Villarreal, þó aðeins 16 í 52 deildarleikjum.

Á þessari leiktíð er hann kominn með 6 mörk í 18 deildarleikjum þrátt fyrir að koma mikið inn af bekknum.

Ekambi þekkir vel til í Frakklandi og gerði 17 mörk í 37 deildarleikjum hjá Angers tímabilið 2017-18, áður en hann var keyptur til Villarreal fyrir 18 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner