Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 21. janúar 2020 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Mourinho neitar að ræða um Cavani - ekki ósáttur við Rose
Jose Mourinho nýtur þess að ræða við ensku pressuna og það þó hann hafi ekki frá neinu að segja.
Jose Mourinho nýtur þess að ræða við ensku pressuna og það þó hann hafi ekki frá neinu að segja.
Mynd: Getty Images
Cavani er orðaður við Tottenham.
Cavani er orðaður við Tottenham.
Mynd: Getty Images
Það er alltaf gaman að hlusta á viðtöl við Jose Mourinho og skiptir þá í raun engu hvort hann segi eitthvað eða jafnvel ekki neitt eins og í dag.

Fréttamenn höfðu nóg að ræða við þennan knattspyrnustjóra Tottenham þegar hann hélt fréttamannafund fyrir leik liðsins gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

„Það er lítið að frétta af okkur af tveimur ástæðum," sagði Mourinho þegar hann ávarpaði fréttamenn í dag. „Önnur ástæðan er sú að við erum ekki að kaupa leikmenn á hverjum degi, og hin að ég er bara þannig að ég neita að tala um leikmenn annarra félaga. Sumir stjórar vilja gera það en ég er ekki þannig."

Mourinho var því næst spurður út í framtíð Christian Eriksen hjá félaginu enda er leikmaðurinn stöðugt orðaður við Inter Milan. „Hvað varðar Christian þá er svarið ekki gott fyrir ykkur, því svarið er að hann er valinn í leikmannahópinnn á morgun," sagði Mourinho.

Miklar sögur eru þess efnis að Mourinho hafi þegar valið hvern hann kaupir í stað Eriksen en það mun vera Edinson Cavani framherji PSG í Frakklandi. Mourinho hélt áfram að segja fullt en samt í raun ekki neitt.

„Ég er mjög góður vinur hr Nasser (Al-Khelaifi forseti PSG) og hr Leonardo (íþróttastjóri PSG) og vil halda því áfram. Goður vinskapur byggist á virðingu svo ég mun ekki ræða um leikmann PSG."

Að lokum vildu fréttamenn fá skýringar Mourinho á fréttum þess efnis að hann hafi lent upp á kant við Danny Rose á æfingasvæðinu en Rose var ekki í hópnum gegn Watford. „Ég veit ekki hvað þú ert að meina með spennu í loftinu. Það er ekkert vandamál milli okkar," sagði Mourinho.

„Ég fékk símtal frá læknateyminu seint á fimmtudagskvöldið fyrir Watford leikinn. Þeir sögðu að Danny hafi kvartað yfir vandamáli í baki og gæti ekki æft daginn eftir. Því kom mér á óvart að sjá hann á æfingu en ég var þá búinn að ákveða að spila Tanganga og hafa Ryan Sessegnon á bekknum. Það var málið."
Athugasemdir
banner
banner
banner