Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. janúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Sevilla fær Levante í heimsókn
Ocampos er markahæsti leikmaður Sevilla í deildinni, með 5 mörk í 15 leikjum.
Ocampos er markahæsti leikmaður Sevilla í deildinni, með 5 mörk í 15 leikjum.
Mynd: Getty Images
Það eru þrír leikir á dagskrá í 32-liða úrslitum spænska bikarsins í dag og þar á meðal er einn slagur úr La Liga.

Nýliðarnir í Osasuna og Mallorca eiga útileiki við fyrrum efstudeildarlið sem leika nú í neðri deildunum.

Mallorca heimsækir Real Zaragoza á meðan Osasuna á útileik við Recreativo Huelva.

Zaragoza er sögufrægt félag sem er í toppbaráttu B-deildarinnar á Spáni, La Liga 2. Liðið leikur í B-deildinni síðan 2013 en var fyrir það í efstu deild 52 tímabil af 56.

Huelva var síðast í efstu deild 2009 en lenti í peningavandræðum og leikur nú í C-deildinni.

Skömmu eftir lokaflautið í fyrstu leikjum kvöldsins fer efstudeildarslagur í gang, þar sem Sevilla tekur á móti Levante.

Sevilla er í fjórða sæti La Liga, með níu stigum meira en Levante sem situr í tólfta sæti.

Leikir kvöldsins:
18:00 Recreativo Huelva - Osasuna
18:00 Real Zaragoza - Mallorca
20:00 Sevilla - Levante
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner