Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 10:28
Elvar Geir Magnússon
Albert byrjaði í naumu bikartapi gegn Ajax
Nicolas Tagliafico og Albert Guðmundsson í baráttunni.
Nicolas Tagliafico og Albert Guðmundsson í baráttunni.
Mynd: Getty Images
AZ Alkmaar tapaði 0-1 fyrir Ajax í 16-liða úrslitum hollenska bikarsins í gær. Albert Guðmundsson hefur unnið sér inn sæti í liði AZ að nýju og lék fyrstu 80 mínútur leiksins.

Leikurinn var jafn og spennandi en AZ náði að koma boltanum í netið en dómarinn dæmdi markið af. Mark Zakaria Labyad í fyrri hálfleik reyndist sigurmarkið.

Tveir aðrir leikir voru í bikarnum í gær. Feyenoord vann Heracles 3-2 og Heerenveen vann 2-1 útisigur gegn Emmen.

Excelsior, Vitesse og PSV Eindhoven komust áfram á þriðjudaginn en Elías Már Ómarsson leikur fyrir Excelsior. Ljóst er að Elías og félagar gætu mætt stórliði í 8-liða úrslitunum.

Hér má sjá svipmyndir úr leik AZ og Ajax í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner