Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 13:11
Magnús Már Einarsson
Arnór Ingvi: Segi ekki já við hverju sem er
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ætla ekki að segja já við hverju sem er. Þetta þarf að vera gott fyrir mig og Malmö líka," segir Arnór Ingvi Traustason, leikmaður Malmö, við Fotbollskanalen í dag en hann var í gær orðaður við bæði New England Revolution í MLS-deildinni og Lecce í Serie B á Ítalíu.

Arnór átti ekki fast sæti í liði Malmö á síðasta tímabili og lýsti því yfir í viðtali við Fótbolta.net í nóvember að hann væri tilbúinn að líta í kringum sig.

„Ég tel að ég geti hjálpað liðinu mikið en það veltur á þjálfaranum hver spilar. Auðvitað viltu spila og ég vinn í því á hverjum degi. Þetta er nýtt tímabil og ný tækifæri. Þetta snýst bara um að leggja hart að sér," sagði Arnór við Fotbollskanalen í dag.

Fyrrum danski landsliðsmaðurinn Jon Dahl Tomasson er þjálfari Malmö en Arnór Ingvi segist ekki hafa fundað með honum um stöðuna ennþá.

Arnór á ár eftir af samningi sínum en hann vill ekki greina frá því hvort Malmö hafi rætt við hann um framlengingu.
Athugasemdir
banner
banner