Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. janúar 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola vill halda „fyrirliðanum" Scott Carson
Carson er í láni hjá Man City frá Derby County.
Carson er í láni hjá Man City frá Derby County.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er mjög hrifinn af því sem markvörðurinn Scott Carson hefur fram að færa.

Hinn 35 ára gamli Carson hefur verið í láni hjá Man City frá Derby County undanfarin tvö tímabil. Hann hefur hingað til ekki spilað einn einasta leik fyrir City en þrátt fyrir það er Guardiola mjög ánægður með þennan reynslumikla markvörð.

City vill semja við Carson til næstu 18 mánuða að því er kemur fram í enskum fjölmiðlum eins og Daily Mail og Sky Sports. Samningur hans við Derby rennur út næsta sumar og City vill semja við hann til 2022.

Samkvæmt Daily Mail vill Derby hins vegar ekki leyfa honum að semja við City fyrr en að úrvalsdeildarfélagið borgar 500 þúsund pund sem hluta af lánssamningnum. Derby er að ganga í gegnum eigandaskipti og hefur átt í vandræðum með að borga laun leikmanna og starfsmanna. Eigendaskiptin hafa gengið hægt fyrir sig.

Derby vill fá þessi 500 þúsund pund og þá gæti Carson hugsanlega fengið leyfi til að ganga alfarið í raðir City. Talið er að Carson sé allt annað en ánægður með Derby.

Guardiola hefur talað um Carson sem fyrirliða á bak við tjöldin. „Í búningsklefanum er hann sem annar fyrirliði og hann er rosalega mikilvægur," sagði Guardiola um Carson.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner